Hvar er Jafnréttið?

Sá frétt í gær og um daginn þar sem Faðir drengs sem lamaðist fyrir neðan mitti fær ekki þær umönnunarbætur né neina aðstoð við að geta leyft barninu sínu að vera hjá sér. Foreldrarnir eru með sameginlegt forræði, móðirin fær bætur en ekki faðirinn, er það föðurnum að kenna að slysið átti sér stað? þarf ekki 2 til að drengurinn hafi orðið til?  

Þetta er fáránlegt, hvernig verður það þegar drengurinn kemur til föður síns og þarf að gera sínar þarfir og komast á milli staðar, ekki heldur fólk að barninu líði vel yfir því að geta ekki sinnt sínum þörfum, það er lítið hugsað um hag barnsins í þessu máli.

Lífið snýst ekki bara um mæður, það eru líka til feður. Það eru til ótal feðra sem elska og vilja gera allt fyrir börnin sín, en í þessu tilfelli er það frekar dýrt! Auðvitað væri það drengnum fyrir bestu að hann gæti verið með góða aðstöðu á báðum stöðunum, í mínu lífi væri þetta mjög mikilvægt fyrir mig að geta komist á milli herbergja og á salernið hjálparlaust.

Bara vonandi og óskandi að kerfið fari að endurskoða þessa hluti, barnið á bæði mömmu og pabba, því þarf líka að líða vel á öðrum stöðum, hann þarf að lifa svona allasína ævi.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengur hér er linkurinn á fréttina sem var í gær

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338400/6

Kveð í Bili, Fríða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband