Aðalfundur FÁFAK og smá Fréttir úr lífinu!

Já það  styttist víst í þann fund, Stjórnarfundurinn sem haldin var 6 september síðast liðinn gekk mjög vel, og var mikið rætt á þeim fundi.

Minni hérna á Aðalfundinn.

Félag ábyrgra feðra á Akureyri boðar til aðalfundar 27.september n.k. kl 20:00
Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig verða ný verkefni félagssins kynnt og Almenningi boðið að kynna sér starfsemi félagssins.Fundurinn verður haldinn í Rósenborg/skólastíg 2 (gamla barnaskólanum)

Allir velkomnir. Vonandi sjáum við sem flest ykkar.

Stjórnin. Var að eins að ráfa um netið og rak augun í mjög athyglisverða frétt, það sýnir bara og sannar það að Faðirinn er mikilvægur hluti í lífi barnsins,

Frétt af www.visir.isNý bandarísk rannsókn bendir til þess að ef feður tala gott og vandað mál, þá hafi það mikil áhrif á málþroska barna. Það skiptir hinsvegar engu máli hvort móðirin talar gott og vandað mál, eða ekki.

Grein um þessar rannsóknir er birt í tímaritinu Journal of Applied Developemental Psycology. Rannsakendurnir fylgdust með fjölda tveggja ára barna, meðan þau léku við foreldra sína. Í öllum tilfellunum voru báðir foreldrarnir útivinnandi.

Rannsakendurnir mátu hvernig foreldrarnir töluðu við börnin, út frá því hversu mikinn orðaforða þau notuðu, hversu mikið þau spurðu börnin, og hvað spurningarnar voru erfiðar.

Niðurstaðan var sú að ef feðurnir töluðu gott og vandað mál, stóðu börnin sig vel í talprófi, sem haldið var ári eftir heimsóknina. Talandi móðurinnar hafði hinsvegar engin áhrif.
http://www.visir.is/article/20061109/FRETTIR02/61109077


Ætla síðan að skella hérna inn Óskum skilnaðarbarna.

Óskir skilnaðarbarna - samvinna foreldra - verkefni stjúpforeldraTil að  barn geti haft góð tengsl við báða foreldra sína er nauðsynlegt að hinir fullorðnu vinni saman. Gott samstarf helgast af því hvernig allir aðilar líta á og virða hlutverk hver annars. Hinir fullorðnu hafa mismunandi stykki púsluspilsins í hendi sér – líf barnsins eru öll stykkin á einum stað Þessar eru m.a. venjulega óskir barna fráskildra foreldra:
  • að foreldrarnir hætti að rífast og verði vinir
  • að þau fái að umgangast foreldra sína og ættingja
  • að foreldrarnir búi nálægt hvor öðrum
  • að þeim “leyfist” að tjá tilfinningar sínar og söknuð eftir hinu foreldrinu
  • að fá stundum tækifæri til að gera eitthvað með báðum foreldrunum, t.d. að fara út að borða eða kaupa inn saman fyrir jól
  • að foreldrarnir geti verið saman og umgengist sem vinir á hátíðisdögum eins og afmælum, skólaslitum og jólum
Inga Birna, Edda Stefanía og Elísabet ErlaHvað getur stjúpforeldri gert?
  • Missum ekki sjónar á barninu og verum hlutlaus í deilu foreldranna – lítum á okkur sjálf sem   brú milli barnsins og foreldranna.
  • Reynum að horfa á aðstæðurnar með augum barnsins – við gætum átt auðveldara með það   en foreldrarnir. Tölum á jákvæðum nótum um hitt foreldrið – leiðum það ekki hjá okkur.
  • Sýnum tengslum hálf- og stjúpsystkina skilning bæði þegar vel gengur og illa. Stundum vilja þau hitta hvert annað milli þess sem þau koma í reglulega umgengni, stundum vilja þau fá að vera í friði hvert fyrir öðru.
  • Gefum barninu og foreldri þess svigrúm til að gera eitthvað á eigin spýtur um stund, einkum í stórri fjölskyldu.
  • Sjáum til þess ásamt maka okkar að barn sem kemur í umgengni eignist sinn eigin samastað á heimilinu þar sem það getur sett dótið sitt.
  • Skipuleggjum ásamt maka okkar stundum dagskrána út frá þörfum barnsins – ekki alltaf út frá þörfum hinna fullorðnu. (Þýtt og staðfært).

 Tekið af www.stjuptengsl.is



Það sem er að frétta af mér er bara það að veturinn er farinn að láta sjá sig hérna í sveitinni, búið að snjóa vel niður í hlíðar, og snjóar aðeins í bakgarðinum. Það er ágætlega stórt verkefni sem verður mér í höndum næstu daga, það er auðvitað undirbúningur Aðalfundar FÁFAK.

 

Mig minnir að ég hafi ekki verið búin að láta það  hérna inn að ég sé orðin Hænsnabóndi, er með 2 Gullfallega hana annar er ungi og hinn er svona árs gamall. síðan eru 6 ungar hænur allar í fallegum litum og bíða spenntar eftir varpi, síðan er ein gömul hæna sem vantar allar tær á nema 1 ef ég man rétt hehe hún er búin að verpa heilu einu eggi sú gamla! það er árangur. 

 

Jæja ætla svo sem ekki að hafa þetta mikið lengra í bili, læt heyra betur í mér þegar að Aðalfundi kemur hafið það sem allra best í snjónum ;) maður þarf að finna sér kraft galla :)

Bið að heilsa ykkur
Fríða Björk Hænsnabónda Kona!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband