Ofsa akstur

Já það er mikið um að fólk sé að stunda hann á þessum tíma árs, jú verslunarmanna helgin og allir að flýta sér og svona. Ekki er nú allt sem sýnist, við vorum að keyra heim í fyrrakvöld á eyjafjarðarbraut vestri þar sem hámarkshraðinn er 90 rétt eins og á öðrum stöðum í dreifibýli, við vorum bara að keyra heim í rólegheitunum ætli við höfum ekki verið á svona 75-80 þar til 2 bílar fóru framúr okkur og hurfu samstundis í burtu á hvaða hraða ætli þeir hafi verið? c.a 130+, síðan gefum við stefnu ljós þar sem við ætluðum að beija til að kíkká á vatnið þarna vinstramegin við vegin jájá það er enginn bíll og fínt við byrjum að beija þá kemur jeppi á þessari þvílíku siglingu og flautar tek það fram að hann HÆGIR ekki á sér hefðum við ekki gefið í hefði hann neglt aftan á okkur og við líklegast skotist lengst út í móa.

Jæja við hættum snarlega við að fara skoða vatnið, þar sem þetta var ekkert grín að fólk skuli ekki fara varlega í umferðinni, jæja við höldum áfram þar til 4 bíllinn fer framúr okkur á svona 130 allir hurfu þeir samtímis ljósin sáust ekki nema í rúmlega nokkrar sekúndur allir komnir inn á Hrafnagil.

Við höldum áfram erum komin á 85-90 þá kemur einn alveg á hundrað framúr okkur og var mjög nálægt okkur líka ætli hann hafi ekki verið á svona 160+ þá gjörsamlega brjálaðist ég og hringdi á lögguna og sagði þeim að fara á hrafnagil þar sem manni væri ekki óhætt að keyra löglega lengur, það fóru alls 7 bílar framúr okkur.

Löggan fór jú og tékkaði á þessu og fór svo strax aftur. HALLÓ það er tjaldsvæði þarna, björgunarsveitin var þarna að þeir skuli ekki hafa séð eitt né neitt af þessu og haft samband við lögguna, það er bara þannig að það þarf að vera að vakta svona staði líka þegar þessi helgi er, ekki nema fólk vilji frekar fleiri banaslys.

Ég er bara svo reið yfir þessu, þetta hræðir mann auðvitað alveg skelfilega! Mér fannst rétt að hringja á lögregluna og tilkynna þetta.

Þannig í guðana bænum farið varlega um helgina! Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er nú bara þannig að, ekki það að ég ætli að verja þessa ökumenn, 75 til 80 er of hægt farið á þjóðvegunum og er hættulegt ÞVÍ AÐ ÞAÐ SKAPAR FRAMMÚRAKSTUR og þú á 70 ert ekki fær um að segja til um á hvaða hraða þeir bílar eru sem fara frammúr þér á 110 ef að þú ætlar að vera á þessum hraða þá verður þú að vera mjög vakandi yfir þeirri umferð sem á eftir þér kemur og fara frá. Enn sem betur fer varð ekki slys þarna og stundum erum við sjálf að flýta okkur og þá viljum við geta keyrt þjóðvegina á svona 100.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.8.2007 kl. 11:55

2 identicon

 en klukkuna að ganga 2 á nóttu er þá ástæða að flýta sér þar sem löggan er ekki að fylgjast með á  þessum tíma. meina gamalt fólk keyrir hægt en að vera á 75-80 um miðja nótt og vera að fara inná afleggjara er alveg skynsamlegt ekki nema fólk taki beijur á 150. enda sagði ég líka c.a þar sem við keyrum oft á þessum stað og  vitum alveg hvað maður er lengi til hrafnagils á hinum og þessum hraða.

Fríða Björk (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er ekki að réttlæta 130 eða meira Fríða ég er aftur á móti að segja að 75 sé of hægt farið hvort heldur viðkomandi er yngri eða eldriborgari, vegna þess að það skapar frammúrakstur og ég er líka að segja að þegar fólk ætlar að fara svo hægt þá verður viðkomandi að vera mjög vel vakandi varðandi umferð á eftir, svona er þetta bara, fólk sem er á þjóðvegunum kanski að fara frá Reykjavík og í Hrafnagil það fer bara ekki á 75 svoleiðis er þetta líf bara. Enn 75 er of hægt og 130 hvað þá 150 er of hratt, það er vandlifað í þessari veröld Fríða.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.8.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband