Eignaðist fallegan Son

Jæja, hér er allt gott að frétta, litli erfinginn ákvað að láta sjá sig aðeins fyrr og kom eftir 38vikna og 2daga meðgöngu, drengurinn mældist 11 merkur og 47 cm með 10 tær og 10 fingur alveg fullkominn :)

Hann reyndar fékk guluna svo hann fékk að skella sér í hitakassa og lyggja í ljósum í c.a sólahring, en pillturinn mætti kl 07:49 á miðvikudags morguninn 21 maí :)


 
 

Hérna eru feðgarnir

og svo við mæðgin


Haha, það var ágætt!

Ekki þurftu forfeður okkar ljósabekki til að líta vel út Woundering  Þetta er út í öfgar þessir ljósabekkir, börn eru farin að baða sig í þessu út og inn. Ekki ætla ég að vera hrukkótt kerling um þrítugt ég er sátt við minn húðlit Wink
mbl.is Ljósabekkjum hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jáh var það ekki :/

Guð hvað ég er fegin að hafa verið heima í gær Errm  Keyri þarna framhjá reglulega þegar ég ætla í bæjinn eða heim, þetta er rosalegt, ekki beint huggulegasti staður sem hægt er að fara útaf og það að velta Woundering  
mbl.is Jeppi valt í Eyjafjarðarsveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eginlega málið með þetta fólk??

Þetta er nú meira krimma hverfið þetta blessaða breiðholt, ekki er nú langt síðan sprautumálin voru, og þá það að þurfa ræna manni, rassskella svona lið Devil 
En nóg um þetta Krimma hverfi, vil ekki drulla það ofmikið út þar sem kallinn er nú þaðan InLove

Og ekki nóg með það Ég hreinlega gleymi því alltaf að ég sé ólétt! T.d í gær gerði ég stórverk, tók allt út úr svefnherberginu nema rúmmið og fór að mála einn vegginn sem var orðinn ljótur, byrjaði á hvítu og gafst upp og náði mér í blátt og svamp og svampaði vegginn allt í hringi.

Endaði svo á að missa mig og gerði bláa hringi út um allt herbergið hehe, kallinn kom inn úr fjósi og starði á herbergið, og sagðist bara elska mig 

Já svo útbjó ég festingu fyrir himnasæng fyrir ofan barnarúmmið og lagaði til í öllu svefnherberginu að verki loknu, og ég náði loksins að sofa til hálf 12 en ekki 8-9 

Já ég er farin að sötra kaffi með púðursykri þar sem sykurinn er búinn W00t

Bið að heilsa ykkur Whistling


mbl.is Þrír rændu manni í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, hættu nú alveg!

Ég er nú ekki mikil gluggamanneskja en ákvað fyrir smá tilbreytni að setja smá rifu á svefnherbergis gluggann í gærkvöldi rétt áður en ég skreið undir sæng.

Já nei nei, byrja á því að vakna uppúr 7 í morgum við að sængin mín er ekki öll á mér svo ég bölva því við sjálfa mig og var búin að gleyma glugganum, svo ég held áfram að sofa.

Þar til uppúr 9 þá er komin glampandi sól og brjálað rok og skafrenningur í þokkabót! Já og svo má ekki gleyma því að aðal forstofan hjá mér er með óþétta hurð svo hún er orðin að sundlaug.

Hvernig væri að fara leyfa vorinu að njóta sín, skella sumarinu upp og geyma haustið fram í nóvember og kalla á veturinn í desember?
sunshine
Já ég ætla halda mig innandyra í dag!
Kveðja Fríða sveitalubbi                 
mbl.is Víða hálka og skafrenningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband