Rosalega er Haustlegt veður!

Já maður er ekki frá því að það komi snemma hausið þetta árið, það er farið að kólna alveg svaðalega úti og maður þarf að dressa sig í kraft gallann til að sækja póstinn.

Fór í hvalaskoðun núna síðustu helgi fyrri ferðin var frá 20:15 og komum ekki í land fyrr en um 12 en það var strax farið að kólna verulega uppúr 9 og hálfgert vetrarveður um 11, þar sem ég er nú hálfgerð kuldaskræfa hélt ég myndi ekki meika þetta, nú jæja þar sem við sáum enga hvali í þeirri ferð fengum við að fara aðra ferð daginn eftir þá fór báturinn korter í 5 frá höfninni það var líka farið að kólna í þeirri ferð, en sáum þá Hnúfubak :) það var rosalega flott.

Já og það er farið að dimma alveg rosalega mikið hérna í sveitinni, maður sér ekki mun á fjöllum né himni það er orðið það svarta myrkur og ágúst var að byrja!

Jæja svo á hún Tengdamóðir mín Afmæli í dag :) Innilega til hamingju með það:)
Svo á yngri bróðir minn afmæli á morgum og verður 19 ára, vá hvað þetta er fljótt að líða mér líður enn eins og ég sé að horfa á hann ganga til prests og fermast.

Já hann Heiðbert Óli sonur Kærastanns minns átti 4 ára afmæli núna 7 ágúst sl. ;)

En ég er að hugsa um að fara að kinda kofann það er orðið frekar kuldalegt hérna inni.

Er farin í bili, skemmtið ykkur vel um helgina á Gay-Pride eða Fiskideginum Mikla á Dalvík.

-Fríða Björk

Ofsa akstur

Já það er mikið um að fólk sé að stunda hann á þessum tíma árs, jú verslunarmanna helgin og allir að flýta sér og svona. Ekki er nú allt sem sýnist, við vorum að keyra heim í fyrrakvöld á eyjafjarðarbraut vestri þar sem hámarkshraðinn er 90 rétt eins og á öðrum stöðum í dreifibýli, við vorum bara að keyra heim í rólegheitunum ætli við höfum ekki verið á svona 75-80 þar til 2 bílar fóru framúr okkur og hurfu samstundis í burtu á hvaða hraða ætli þeir hafi verið? c.a 130+, síðan gefum við stefnu ljós þar sem við ætluðum að beija til að kíkká á vatnið þarna vinstramegin við vegin jájá það er enginn bíll og fínt við byrjum að beija þá kemur jeppi á þessari þvílíku siglingu og flautar tek það fram að hann HÆGIR ekki á sér hefðum við ekki gefið í hefði hann neglt aftan á okkur og við líklegast skotist lengst út í móa.

Jæja við hættum snarlega við að fara skoða vatnið, þar sem þetta var ekkert grín að fólk skuli ekki fara varlega í umferðinni, jæja við höldum áfram þar til 4 bíllinn fer framúr okkur á svona 130 allir hurfu þeir samtímis ljósin sáust ekki nema í rúmlega nokkrar sekúndur allir komnir inn á Hrafnagil.

Við höldum áfram erum komin á 85-90 þá kemur einn alveg á hundrað framúr okkur og var mjög nálægt okkur líka ætli hann hafi ekki verið á svona 160+ þá gjörsamlega brjálaðist ég og hringdi á lögguna og sagði þeim að fara á hrafnagil þar sem manni væri ekki óhætt að keyra löglega lengur, það fóru alls 7 bílar framúr okkur.

Löggan fór jú og tékkaði á þessu og fór svo strax aftur. HALLÓ það er tjaldsvæði þarna, björgunarsveitin var þarna að þeir skuli ekki hafa séð eitt né neitt af þessu og haft samband við lögguna, það er bara þannig að það þarf að vera að vakta svona staði líka þegar þessi helgi er, ekki nema fólk vilji frekar fleiri banaslys.

Ég er bara svo reið yfir þessu, þetta hræðir mann auðvitað alveg skelfilega! Mér fannst rétt að hringja á lögregluna og tilkynna þetta.

Þannig í guðana bænum farið varlega um helgina! Góða helgi.


Sorgleg Frásögn

Þetta er ein af Greinum sem ég hef gert.
Sorgleg Frásögn
Mig langar að segja ykkur örlitla reynslusögu sem hefur skemmt stóran hluta í lífi mínu.

Ég var í sama Grunnskólanum í 8 ár þar sem ég lenti í mjög óviðeigandi einelti og lausnin hjá skólanum var að láta mig yfir í annan skóla.
Sagan er nú ekki öll sögð, ég fór í annan skóla, það gekk ágætlega fyrst, en svo varð það ekkert skárra, mér var bendlað við stuld, sem ég framdi ekki, fólk var íllgjarnt og hver annar einstaklingur var farinn að vita hver ég væri, heyra leiðindar sögur og allskonar lygar um mig. Í dag er rúmt ár síðan ég kláraði grunnskólan ég tók eitt samræmt próf og féll á því, ég hef lítið sem enga reynslu af lærdómnum sem kennt var á þessum 10 árum.

Ég hef engan áhuga á að læra þetta eða fara aftur í skóla, þótt það væri mér fyrir bestu uppá framtíðina að gera, en einhvern vegin kemur ekki upp neinn áhugi á þessu.
Í dag er ég atvinnulaus, hef ekki kjark í að fara að vinna, eftir þetta allt saman.
Ég myndi hvort eð er ekki ná að vinna við neitt þar sem ég lærði nánast ekki neitt í skóla, vegna hvers? Jú það var útaf einelti,
ef eitthvað kom uppá þá var mér kennt um það, afhverju er það alltaf gert?

Daginn í dag er mér ekki óhætt að vera með blogg síðu án þess að það sé komið og drullað yfir mig, ég get ekki komið fram orðið á neinu spjalli án þess að vera rökkuð niður, ég er mjög þreytt á þessu hvernig fólk kemur fram við mig, það kemur hreinlega bara fram við mig eins og rusl.
Ég skil ekki afhverju það hafi ekki verið gert eitthvað í þessu, heldur að skólinn hafi bara hreinlega komist upp með þetta.

Reyndar stend ég ekki ein eins og er sem er mikil hjálp, Fjölskyldan og Kærastinn minn standa með mér eða þannig séð reyna að gera allt til að styðja mig, og vilja að mér líði vel, í hvert sinn þegar ég hugsa til baka aftur í skólann, þá líður mér bara hörmulega og finnst ég eiga margt betra skilið en þessa framkomu frá yfir 100 manns. Ég get ekki talið upp hve mörg tilfelli hafa komið upp frá því ég hætti í skólanum, hvað fólk hefur verið hreint ógéðslegt við mig, ég gerði þeim ekki neitt, og afhverju er alltaf sagt mér að þroskast? það kemur stundum bara upp að ég sé föst í því fari sem ég var í áður en ég hóf grunnskólagönguna, og stundum langar mig að reyna að byrja uppá nýtt og fara í gegnum þessi ár aftur, þar sem ég yrði álitin vinkona ekki einhver sem ætti ekki skilið að lifa.

Mér hefur verið hótað af fólki sem þekkir mig ekki neitt, en ég tek því ekkert alvarlega en það þarf svo lítið til að spurjast fyrir um heimilisfang eða símanúmer hjá mér, til að koma einhverjum vandræðum af stað, sem ég vona að ég þurfi ekki að standa í því neitt frekar í framtíðinni, ég reyni að halda áfram eins og ég get en ég get ekkert gert í því hvernig fortíð mín var, ég orðið tárast yfir að skoða myndir af mér frá því ég var lítil með bros út af eyrum sem nær ekki að koma upp dagsdaglega.

Það á engin skilið, að þurfa að lenda í einelti, alveg sama hvort það sé barn, unglingur eða fullorðin aðili. Fólk telur oft þá sem segja að þeir hafi lent fyrir einelti ýki hlutina svoldið en, afhverju berst fólk þá í grát ef það er að ljúga, myndi það ekki reyna að vera eins sterkt og það mögulega gæti ef það væri að skálda upp.

Smá Blogg ?

Ég hef ákveðið að vera með smá blogg hérna, stofnaði þetta nú 2006 en hef ekkert verið að blogga neitt hérna :)

Aðalatriðin í þessu bloggum mínu eru þau að tala um hvernig og hvað má breyta í skólum, hvernig megi bæta úr hlutum sem eru ekki teknir of alvarlega í sumum tilfellum og hversvegna vitlausum aðilum er kennt um, sjálf mun ég tala af reynslu og vil endilega benda fólki sem hefur ekki neinar skoðanir heldur skítköst að halda sig fjarri blogginu mínu og hafa sínar skoðanir um fólk á þessari síðu fyrir sig sjálfa og vera ekki að dæma fólk frá útliti á leiðinlegan hátt.

Þetta eru mínar skoðanir og viðkomandi aðilar eiga ekki að gjalda fyrir að þau hafi fæðst.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband