7.12.2007 | 13:36
Það er allt á móti mér!
Síðan er það löppin á mér get ekki stigið í vinstri fótinn vegna þess að ég er bólgin á innanverðum fætinum og með verki sem leiða niður í hæl svo mér líður eins og ég sé að nota sleggju á löppina á mér þegar ég labba, get því miður ekki staðið! og ég sem ætlaði að vera svo dugleg í jólaþrifunum þessa vikuna! Síðan í gær var það bakið á mér sem var að drepa mig, verkur hægramegin ofarlega á mjóbakinu.
Síðan er það Kallinn hann hefur eitthvað á móti mér! hann kemur alltaf inn með hálfan heybagga með sér inn! Gangurinn er stappaður af heyi og það er teppi á gólfinu sem er með svona rifum svo að heyið festist bara þar á milli.
Síðan er það veðrið það er að gera mig kvefaða samt er ég búin að vera inni í snjónum! Ég hnerra og líður eins og fárveikri rollu eftirá!
Ég sem ætlaði að vera búin að þrífa fyrir 10 desember allt heila húsið! Hef þó 3 daga en ég meika ekki að þrýfa heilt 3 hæða einbýlishús með 3 svefnherbergjum, stofu, baðherbergi, eldhúsi og kjallara(Sem btw er í notkun fyrir sturtu aðstöðu)
Ætla fá mér Eskimóa til að sækja póstinn minn. Er ekki að fara labba 1 kílómeter til að sækja nokkur bréf.
Kveð í Bili í von um að það verði ekki eitthvað meira á móti mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 14:30
STARFSMAÐUR ÁRSINS!
Ég ætla að Tilnefna Ástkærann Bróðir minn sem er 19 ára og vinnur Hjá Bónus á Akureyri sem Kerrutæknir, Starfsmann ársins! Hann á það fullkomnlega skilið þar sem hann púlar út daginn frá 2 til half 7 frá mánudegi til fimmtudags og 2 7 á föstudögum.
Hann fer út í öllum mögulegum veðrum, svo sem snjó, hálku, krapi, rigningu og sól öllum þessu týpísku norðlensku veðrum. Hann sækir upp undir 20-30 körfur í einni ferð, og passar uppá það að körfur fari ekki utaní bíla og slíkt og hefur lent í allskyns dónaskap og íllindum. Eitt skipti var keyrt á hann og annað skiptið var kona sem sagði honum að drulla sér í burtu og viðskiptavinurinn ætti forgang hún var með einn haldapoka, en hann langa runu af kerrum veit reyndar ekki hve margar talsins þær voru.
Það er Oftast ef ekki alltaf Tilnefnt Starfsmenn sem eru inni og standa við kassana og eru varla með bros á Vör, Jú ég veit um einn sem ég fer alltaf á kassa til og er mjög almennilegur enda er hann alltaf í góðu skapi. Það finnst mér skipta máli, þar sem mér er mjög ílla við að fara í stórmarkaði og versla en þörf krefur samt. Mér finnst vanta hressa starfskrafta í verslanir. Tala nú ekki um það að þurfa að feisa það að folk sem hefur komið mjög ílla fram við mann er nánar til tekið eins og ruslahrúgur á kassa.
En Mér þýkir bara mjög vænt um bróðir minn og er hann mjög sérstakur drengur, hann er mér eins og litli bróðir þótt eldri hann sé.
En ætla ekki að hafa þetta lengra Takk Fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 14:28
Fáfak komið með framtíðar fundarsal.
Fundarsalurinn sem við höfum fengið í Rósenborg er á 3 Hæð, Hurðin þangað inn er 2 skipt glerhurð með boga yfir. Tónleikasalurinn ef einhver kannast við hann.
Vonandi helst þetta bara svona svo það sé ekki endalausar breytingar og seinkanir á fundum vegna stofu/sala breytinga.
Minni enn og aftur á að það er Fundur í kvöld, s.s seinni fundur félags ábyrgra feðra á akureyri, fundurinn hefst kl 20:00 og stendur til 22:00 og er á 3 hæð.
Vona til að sjá Allflesta sem mætt hafa og Nýja meðlimi. Minni einnig á að þetta er síðasti fundur FÁFAK á þessu ári. Munum hefja störf aftur í Febrúar 2008.
Kv Fríða Björk Ritari Félags Ábyrgra Feðra Á Akureyri. :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 23:20
Fyrri Fundur Fáfak Búinn!
Minni á Seinni fund Félagsins sem haldinn verður á mogum í Rósenborg á einhverri hæð það er eitthvað smá vesen á því en Það verður merkt á hurðarnar annars er hægt að finna stjórnarmann eða annað starfsfólk til leiðbeininga.
Fundurinn hefst Kl 20:00 og stendur til 22:00
Vona til að sjá sem flesta ;)
Kv Fríða Björk í LETI!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 12:01
Fundartvenna FÁFAK
Minni á Fundartvennu Fáfak sem Haldin verður Dagana 19 og 20 Nóvember n.k Mánudag og Þriðjudag, Báðir fundirnir eru haldnir í Rósenborg Gamla Barnaskólanum Fundirnir hefjast kl 20:00 báða daga og standa til 22:00.
Vonum til að sjá sem Flesta :)
Kv Stjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)